Um Ístex

Ístex stendur fyrir Íslenskan textíliðnað hf. og er hlutafélag sem er 80% í eigu bænda. Fyrirtækið rekur ullarþvottarstöð á Blönduósi og spunaverksmiðju í Mosfellsbæ. Ístex var stofnað 1991 til að taka við keflinu af Álafoss á íslenskum ullariðnaði, sem byrjaði í Mosfellsbæ árið 1896.

Ístex kaupir ull beint frá íslenskum bændum, en félagið þvær og meðhöndlar um 99% af allri ull á Íslandi. Ístex framleiðir einnig handprjónaband úr íslenskri ull og má þar nefna Plötulopa, Álafosslopa, Bulkylopa og Léttlopa.  Ístex framleiðir og selur einnig ullarteppi,  gefur út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun og framleiðir vélprjónaband. Allt vörur sem eru ekki bara þekktar á Íslandi, heldur einnig um allan heim.

Um ullarmatsnefnd

Samkvæmt lögum nr. 57/1990 skal ráðherra skipa ,,þriggja manna ullarmatsnefnd. Skal einn tilnefndur af [Bændasamtökum Íslands], annar af ullarkaupendum og sá þriðji án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.” Tilgangur nefndarinnar er m.a. til að löggilda matsmenn, fella úrskurð í ágreiningsmálum og veita fræðslu um flokkun, meðferð og framkvæmd mats.

Ullarmatsnefnd skipa…

  • Árni B. Bragason, skipaður formaður án tilnefningar
  • Jóhanna Erla Pálmadóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
  • Sunna Jökulsdóttir, tilnefnd af ullarkaupendum, Ístex

Tenglar

Fyrirspurn

Ef einhverjar spurningar kunna að vakna um ull og ullarvinnslu ekki hika við að hafa samband.

  • Ullarþvottastöð Blönduósi; sími 483-4290, farsími 892-5670, fax 483-4020, netfang ull@istex.is
  • Skrifstofa Ístex í Mosfellsbæ; sími 566-6300, fax 566-7330, netfang istex@istex.is