Sauðalitir – vetrarull
Mislit svört ull – vetrarull
Sauðsvört ull vetrarull (heilsársull og snoðrúin ull). Hreinleiki breytilegur, gallar teknir frá.
Eiginleikar | MSV - væntingar |
---|---|
Litur | • Svartur |
Hreinleiki | • Hreinleiki breytilegur |
Gallar | • Lítið magn hey- eða hagamor |
Grófleiki | • Kvið- og læraull flokkast frá í M-2 |
Notkunarsvið | Svört vetrarull fer eingöngu í útflutning og í sérverkefni eins og mottugerð, ullarfeld (Lopi fur) og þæfingu á svörtu náttúruefni. |
Mislit grá ull – vetrarull
Steingrá ull vetrarull (heilsársull og snoðrúin ull). Hreinleiki breytilegur, gallar teknir frá.
Eiginleikar | MGV - væntingar |
---|---|
Litur | • Grár |
Hreinleiki | • Hreinleiki breytilegur |
Gallar | • Lítið magn hey- eða hagamor |
Grófleiki | • Kvið- og læraull flokkast frá í M-2 |
Notkunarsvið | Grá vetrarull fer eingöngu í útflutning. Hún er aðallega notuð í litað gólfteppaband. |
Mislit mórauð ull – vetrarull
Mórauð ull vetrarull (heilsársull og snoðrúin ull). Hreinleiki breytilegur, gallar teknir frá.
Eiginleikar | MMV- væntingar |
---|---|
Litur | • Mórauður |
Hreinleiki | • Hreinleiki breytilegur |
Gallar | • Lítið magn hey- eða hagamor |
Grófleiki | • Kvið- og læraull flokkast frá í M-2 |
Notkunarsvið | Mórauð vetraull fer eingöngu í útflutning. Hún er aðallega notuð í gólfteppaband. |
Mislit ull - Vetrarull
Mislit vetrarull, bæði heilsársull og snoðrúin ull. Hreinleiki breytilegur, gallar teknir frá og óskemmd.
Mislit vetrarull fer eingöngu í útflutning. Hún er aðallega notuð í gólfteppaband eða sem fylling.
Eiginleikar | M-2 væntingar |
---|---|
Litur | • Mislit ull • Hvít ull með dökkum hárum / blettum • Grámórauð ull • Ull af golsóttum og botnóttum kindum • Ull flekkóttum kindum • Svört og mórauð ull með gráum hárum • Móleit og gulleit grá ull • Gul ull • Sprey-lituð ull |
Hreinleiki | • Breytilegur |
Gallar | |
Grófleiki | • Gróf ull • Kviðull • Læraull |
Notkunarsvið | M2H er notuð í litlu magni í Lopa framleiðslu. Stærstur hluti M2 er fluttur úr, er hún notuð í ullarsængur (Lopidraumur) og í gólfteppaband. |